Helstu skref fyrir nýja nemendur

Island.is
Sækja um námsheimild
Til þess að geta hafið ökunám þarf að sækja um námsheimild hjá Sýslumanni. Það er gert í gegnum island.is eða með því að smella á hnappinn hér að neðan.
- ATH að ökunemi sjálfur skráir sig inn með rafrænum skilríkjum til þess að sækja um.
- Eftir að umsóknin hefur verið send inn er nauðsynlegt að fara með "passamynd" til Sýslumanns til þess að heimildin taki gildi.
- Númer ökukennara er 2415

Hvað kostar ökunámið?
Hér er verðlisti yfir helsta kostnað ökunámsins
Lokaverð ökunámsins getur verið breytilegt eftir nemendum og því erfitt að segja til um nákvæmt lokaverð. Þeir sem hafa tekið svokallað vespupróf þurfa t.d. ekki að taka ökuskóla 1 aftur.
Sumir þurfa fleiri ökutíma en aðrir færri. Þá gerist það líka fyrir færustu nemendur að próf ganga ekki fyrir sig eins og vonast var eftir og getur slíkt haft í för með sér aukin próftökugjöld.
Heildarverð ökunámsins getur því verið í kringum 330.000 kr. sem þó dreifist nokkuð jafnt yfir ár í tilvikum flestra.
Þeir sem hafa frekari spurningar geta ávallt haft samband í tölvupósti á ivarokukennari@gmail.com

Upplýsingar um nýja ökunema
Hér að neðan er skjal þar sem þú getur fyllt út allar helstu upplýsingar um þig svo ég geti stofnað þig sem ökunema í "kerfinu" sem ég nota til að halda utan um alla nemana mína :)