top of page
IMG_4677.png

Nýr ökunemi

Velkomin í ökunám hjá Ívari Ökukennara. 

Þessi síða veitir þér allar helstu upplýsingar um ökunámið. Hvernig það hefst, hvernig það fer fram og hvernig því lýkur. 

Gangi þér vel

Hlakka til að sjá þig! 

​- Ívar Ökukennari

Helstu skref fyrir nýja nemendur

Image 18.8.2025 at 12.04.jpeg

Island.is

Sækja um námsheimild

Til þess að geta hafið ökunám þarf að sækja um námsheimild hjá Sýslumanni. Það er gert í gegnum island.is eða með því að smella á hnappinn hér að neðan. 

 - ATH að ökunemi sjálfur skráir sig inn með rafrænum skilríkjum til þess að sækja um. 

 - Eftir að umsóknin hefur verið send inn er nauðsynlegt að fara með "passamynd" til Sýslumanns til þess að heimildin taki gildi.

- Númer ökukennara er 2415

Bæklingur - Helstu skref ökunáms

Hvað kostar ökunámið?

Hér er verðlisti yfir helsta kostnað ökunámsins

Lokaverð ökunámsins getur verið breytilegt eftir nemendum og því erfitt að segja til um nákvæmt lokaverð. Þeir sem hafa tekið svokallað vespupróf þurfa t.d. ekki að taka ökuskóla 1 aftur. 

Sumir þurfa fleiri ökutíma en aðrir færri. Þá gerist það líka fyrir færustu nemendur að próf ganga ekki fyrir sig eins og vonast var eftir og getur slíkt haft í för með sér aukin próftökugjöld.

Heildarverð ökunámsins getur því verið í kringum 330.000 kr. sem þó dreifist nokkuð jafnt yfir ár í tilvikum flestra.

Þeir sem hafa frekari spurningar geta ávallt haft samband í tölvupósti á ivarokukennari@gmail.com

Verðlisti 2025_26.png

Upplýsingar um nýja ökunema

Hér að neðan er skjal þar sem þú getur fyllt út allar helstu upplýsingar um þig svo ég geti stofnað þig sem ökunema í "kerfinu" sem ég nota til að halda utan um alla nemana mína :)

Skjalið

Upplýsingar um ökunema

Hér getur þú fyllt út allar nauðsynlegar upplýsingar um þig (Ökunema). Eftir að þú hefur fyllt út skjalið og ýtt á "Senda" munt þú fá tölvupóst með upplýsingum um ökunámið og hvernig skuli sækja um námsheimild hjá Sýslumanni.


ATH að afrit af innslegnum upplýsingum fara sjálfvirkt á netfangið sem skráð er undir "Netfang ökunema".

Gott að láta póstnúmer fylgja


Aðrar upplýsingar

Vilt þú læra á sjálfskiptan eða beinskiptan bíl?
Sjálfskiptan
Beinskiptan

ATH það er alltaf hægt að skipta um skoðun síðar. Þeir sem taka ökuréttindi á sjálfskipta bíla fá ekki réttindi á beinskipta bíla að loknu ökunámi. Þó er alltaf hægt að bæta við beinskiptum réttindum síðar með nokkuð einföldum hætti.

Er eitthvað sem á við þig sem þú vilt deila með ökukennaranum þínum?

Það er ekki nauðsynlegt að svara ofangreindum atriðum. En það getur verið gott fyrir ökukennara að vera meðvitaður um umrædd atriði.


Greiðsluupplýsingar

Hér getur þú valið um tíðni reikninga fyrir ökunáminu og hver sé greiðandi ökunámsins.

  • ATH að sé nemandi undir 18 ára aldri er nauðsynlegt að forráðamaður sé skráður greiðandi.

  • Reikningar berast almennt í tölvupósti samhliða kröfu í heimabanka þess sem er skráður greiðandi.

Er greiðandi annar en ökunemi?
Nei, nemandi er sjálfur greiðandi
Já, annar en nemandi greiðir fyrir ökunámið
Hversu reglulega viltu fá reikninga?
Eftir hvern ökutíma
Eftir hverja tvo ökutíma
  • Verði nokkrir ökutímar á stuttu tímabili má búast við því að þeir komi saman á einn reikning.

  • Líði langt á milli ökutíma má búast við því að þegar kenndir tímar verði innheimtir.

  • ATH að ein kennslustund er 45 mínútur. Einungis er innheimt fyrir kenndar mínútur og búast má við því að að ökutímar geti verið bæði styttri og lengri en 45 mínútur. (Sem dæmi gerir Samgöngustofa kröfu um 450 kenndar mínútur fyrir æfingaakstur og samsetning þeirra frjáls).


Persónuvernd*

Farið er vandlega með persónuupplýsingar og þær ekki framsendar á þriðja aðila nema með ósk viðskiptavina. Þegar farið er í verklegt ökupróf er það almennt svo að ökukennari upplýsir prófdómara með munnlegum hætti um atriði eins og kvíða eða einhverfu.

bottom of page