top of page
Countryside Road

Akstursmat - leiðin að fullnaðarskírteini

Akstursmat, sem sumir kalla ökumat, er nauðsynlegt til að geta sótt um fullnaðarskírteini eftir að hafa verið með bráðabirgðaskírteini. Hér að neðan eru allar helstu upplýsingar um akstursmatið og framkvæmd þess.

Akstursmat - Fyrir hverja?

Þeir sem hafa haft ökuréttindi í að minnsta kosti eitt ár geta sótt um akstursmat. Skilyrði er að hafa ekki fengið refsipunkt vegna umferðarlagabrota síðastliðnu 12 mánuði. Nauðsynlegt er að uppfæra bráðabirgðaskírteini í fullnaðarskírteini áður en þrjú ár líða frá veitingu ökuréttar. En bráðabirgðaskírteini gildir einunigs í þrjú ár frá útgáfu.

​Útrunnið ökuskírteini = Án ökuréttinda.

Hvað er gert í akstursmati?

Notast er við ákveðið eyðublað sem þú byrjar á að fylla inn í, með því að gefa sjálfum þér einkunn. Síðan er ekinn hringur þar sem reynt er að koma inn á flest atriði sem verið er að meta. Að loknu akstursmati gefur ökukennari líka einkunn fyrir metna þætti og veitir jafnvel ráð um ýmis atriði. Það er ekki hægt að falla í akstursmati.

Skiptir máli hvernig bíll er notaður?

Það skiptir ekki máli hvort bíllinn sé beinskiptur eða sjálfskiptur. En hann þarf að heyra undir B-réttindi. Þannig má bíllinn ekki vera fyrir fleiri en 8 farþega og ekki með leyfða heildarþyngd sem er meiri en 3.500 kg. Þannig í raun hvernig fólksbíll sem er. 

Hvernig panta ég akstursmat?

Þú pantar tíma hjá Ívari ökukennara og getur valið nokkrar leiðir til þess. Hægt er að panta tíma í gegnum Noona.is/okunam, senda tölvupóst á ivarokukennari@gmail.com eða senda sms í síma 615-3612.

Hvað kostar akstursmat?

Akstursmat hjá Ívari ökukennara kostar 10.000 kr. ef matið fer fram á bíl frá þér. Annars kostar það 14.000 kr. ef þú vilt frekar nota kennslubifreið í matinu.

Akstursmat og hvað svo?

Þegar að akstursmatið er búið og greitt hefur verið fyrir það, fer staðfesting á akstursmati til Sýslumanns. Sýslumaður sendir þér svo tölvupóst með hlekk þar sem þú sækir um nýtt ökuskírteini og færð möguleika á að skipta um mynd á skírteininu. Sumir gætu þurft að skila inn læknisvottorði til Sýslumanns.

Að þessu loknu færð þú nýtt ökuskírteini í island.is "appið" og í framhaldi ökuskírteinið sjálft þegar það er tilbúið.

bottom of page